Sendum um land allt

Frí sending, hröð og góð þjónusta

Karfan þín

Karfan þín er tóm

Um UniQ Nordic Gold og fyrir hvað stendur það?

UniQ Nordic Gold byggir á gömlum norrænum hefðum um hráefni og matargerð  sem ná margar kynslóðir aftur í tímann.

UniQ Nordic Gold leggur mikla áherslu á hágæða hráefni þar sem engar málamiðlanir eru gerðar gagnvart kröfum um gæði. Hráefnin eru fengin úr nærumhverfinu, innan Norðurlandanna, þar sem kalt loftslagið veldur því að grænmeti og jurtir vaxa hægar en að sama skapi við bestu vaxtarskilyrði og saman verndar þetta þá gagnlegu eiginleika sem jurtirnar búa yfir ásamt því að tryggja gæði grænmetisins.

Aðalpróteingjafinn í UniQ Nordic Gold er auðmeltanlegt kjúklingakjöt (frá Norðurlöndunum) með hátt næringargildi, ásamt kríli úr Norðursjónum og fiski sem er ríkur af hinum mikilvægu Omega-3 fitusýrum. Repjuolían sem er notuð, kemur frá lífrænum ökrum í Danmörku. Hún er kaldpressuð til að tryggja hreina olíu og varðveita vítamín og steinefni. UniQ Nordic Gold ræktar sínar eigin jurtir. Allar jurtirnar eru lífrænar og hafa verið sérstaklega valdar vegna eiginleika þeirra. Jurtirnar eru þurrkaðar á lágum hita til að varðveita virku efnin sem jurtirnar innihalda. Glúkósamín veitir ómetanlega hjálp fyrir liðamót og stoðkerfi hundsins. Þess vegna hefur Articflex-Bio glúkósamín verið bætt við Uniq Nordic Gold. Glúkósamínið er fengið úr skelfiski, þróað og prófað á Norðurlöndunum og hefur reynst enn áhrifaríkara en glúkósamín fengið úr kræklingnum, sem annars hefur verið þekkt fyrir að hafa hæsta glúkósamíninnihald í heimi. Hvert hráefni er vandlega valið með tilliti til bæði bragðs og eiginleika. Hugsað hefur verið út í hvert smáatriði þar sem hundurinn á skilið aðeins það besta.

Við þróun á fóðrinu er ávallt leitast við að nota nýjustu þekkingu um næringu og heilbrigði gæludýra.
Fóðrið í Nordic Gold línunni bera öll nöfn fengin úr horfnum heimi norrænna guða og hetja. Þessi sérstöku nöfn hafa verið valin vegna þess að hvert þeirra hefur að segja sögu um heilsu og sérstaka eiginleika, sem UniQ Nordic Gold vonast til að geta miðlað áfram til gæludýranna. Umbúðir UniQ Nordic Gold fóðursins eru þær umhverfisvænustu sem völ er á, endingargóðir pappírspokar. Með þessu er verið að axla ábyrgð gagnvart gæludýrunum okkar sem og heiminum sem þau deila með okkur.

Vörulínan er þróuð með mismunandi þarfir hunda í huga og því ættu allir að geta fundið það sem hentar fyrir sig og sinn hund.