Sendum um land allt

Frí sending, hröð og góð þjónusta

Karfan þín

Karfan þín er tóm

Hæ!👋

Tímamót hafa orðið hjá gæludýraversluninni Dýralíf í Árbænum, en verslunin sem hefur verið rekin af þeim hjónum Eddu og Finnboga í meira en 25 ár hefur nú verið afhent okkur, nýjum eigendum, og geta þau því farið í verðskuldað frí 💛

Nýju eigendurnir, tvenn vinahjón sem ákváðu að stökkva á þetta góða tækifæri, eru Hólmfríður og Magnús og Erla og Guðmundur. Við erum virkilega þakklát og spennt fyrir að taka við þessari verslun og tökum við góðu búi 😊

Hólmfríður og Magnús hafa rekið vefverslunina Sporthundar.is í nokkur ár þar sem aðaláherslan hefur verið lögð á sölu á UniQ hundafóðri ásamt þjálfunarvörum fyrir sækjandi veiðihunda. Þau höfðu hugsað sér að stækka Sporthundar.is og auka vöruúrvalið og því var það gullið tækifæri að taka við rekstri Dýralífs. Sporthundar munu því sameinast Dýralífi með tíð og tíma. Sjálf eiga þau Papillon og Labrador hunda, hafa ræktað Labrador og Magnús kennt mikið þjálfun á veiðihundum. Erla og Guðmundur eru miklir reynsluboltar þegar kemur að hundum en hafa sjálf átt og ræktað Labrador í yfir 20 ár en eiga í dag Labrador, Shetland Sheepdog, Scottish terrier og Breton hunda. Þau hafa tekið þátt í hundasýningum, hlýðniprófum og veiðiprófum svo eitthvað sé nefnt. Þau eru viskubrunnar þegar kemur að hverskyns gæludýrum enda hafa þau átt ýmis smádýr gegnum tíðina.

Við vonum að reynsla okkar komi að góðum notum í búðinni, við hlökkum til komandi tíma og tökum glöð á móti ykkur að Höfðabakka 1 🤩 Einnig biðjum við ykkur um að sýna okkur smá þolinmæði meðan við komumst inn í allt saman og vefverslunin okkar er í vinnslu 🫶