Áskrift
Nú getur þú skráð þig í áskrift af vöru/m!
Það eru nokkrir vöruflokkar sem eru í boði fyrir áskrift:
- Allt hunda- og kattafóður
- Kattasandur
- Bein
- Hunda- og kattanammi
- Kúkapokar
Klassískar vörur sem allir dýraeigendur þurfa að nota - þú færð 10% afslátt af vörum í áskrift! 🙌
Þú skráir þig í áskrift með því að kaupa vöruna í gegnum áskriftarkerfið okkar sem er vel sýnilegt á þeim vörum sem við bjóðum upp á í áskrift. Þú velur síðan hve langt á að líða á milli sendinga (2-10 vikur) ef þú þarft að hafa lengra á milli, sendu okkur þá línu á dyralif@dyralif.is.
Eins geturu sent okkur póst á dyralif@dyralif.is eða komið við í verslun okkar á Höfðabakka 1 og við getum skráð þig í áskrift ♡
Við tökum á móti pöntuninni/áskriftinni þinni og keyrum vörunni heim að dyrum (Höfuðborgarsvæðið, Selfoss, Reykjanes og Akranes) eða sendum með Dropp/Póstinum.
Þú býrð svo til þinn eigin aðgang hér á heimasíðunni og þar inni geturu séð hvenær von er á næstu sendingu, bætt við vörum, breytt um vöru í áskrift, sett áskrift í pásu eða hætt í áskrift - það fylgir því engin skuldbinding að skrá sig í áskrift.
Með því að skrá þig í áskrift losnaru við að þurfa að koma við í búð á leiðinni heim úr vinnu til að ná í fóður eða fattar of seint að það gleymdist að panta. Fóðurpokinn einfaldlega kemur heim til þín 😻
VINSAMLEGAST KYNNIÐ YKKUR EFTIRFARANDI PUNKTA:
- Í sumum tilfellum notum við Dropp heimsendingaþjónustu á Höfuðborgarsvæðinu, það á sérstaklega við um vörur sem þola það ekki að bíða utandyra.
- Til að heimsending sé frí þarf pöntunin að vera 10.000 kr eða meira innan höfuðborgarsvæðisins, Selfoss, Akranes og Reykjanes (samsvarar einum fóðurpoka)
-
Til að heimsending sé frí á landsbyggðina þarf pöntunin að vera 20.000 kr eða meira (samsvarar tveimur fóðurpokum - t.d tveir fóðurpokar á 8 vikum).
- Ef heildarupphæð áskriftar er undir þessum viðmiðum bætist við sendingarkostnaður.
AFHENDINGAR
- Vörum er keyrt út alla virka daga á Höfuðborgarsvæðinu - hinsvegar áskilum við okkur rétt til að hliðra til áskriftarsendingum um +/- 1-2 daga til að sameina sendingar sem eru að fara á svipaða staði.
- Áskriftir eru keyrðar á Selfoss á Fimmtudögum
- Áskriftir eru keyrðar á Akranes og Reykjanesbæ á Þriðjudögum.
- Sendum út á land alla virka daga.
Það er ekkert mál að vera í áskrift af mismunandi vörum, eins og kattafóðri, hundafóðri og kattasandi, en athugið að til að fá þetta í einni og sömu áskriftinni að þá þarf að vera jafn langt á milli sendinga. Hinsvegar ef þú vilt fá kattafóður á 4 vikna fresti en kattasand á 8 vikna fresti að þá skráiru þig bara í tvær áskriftir.
Þú stofnar aðgang með því að smella á táknið í hægra horninu á desktopinu:

Eða með því að smella á strikin þrjú í hægra horninu í símanum og finnur þar skrá inn:

Ef eitthvað er óljóst ekki hika við að senda okkur línu á dyralif@dyralif.is og við græjum málið saman 😁