Færa til dagsetningu afhendingar, halda sömu tíðni
Ef þið lendið í vandræðum eða viljið aðstoð - endilega hafið samband á dyralif@dyralif.is og við græjum málið saman 😊
Hvernig breyta á dagsetningu afhendingar:
Skrá sig inn á sinn aðgang hjá Dýralíf
- Þar sjást þínar upplýsingar
- Ef þú vilt breyta heimilisfangi smelliru á „Bæta við heimilisfangi“ og þar getur annaðhvort breytt eða bætt við heimilisfangi.
- Til að fara inn í áskriftir smelliru á hnappinn „Áskriftir“

Þá tekur við þessi síða:

- Þar sérðu tíðni sendinga „endurtekur sig á 5 vikur“ (5 vikna fresti)
- Næsti: 12/17/2025 – þýðir að næsti reikningur og þar með næsta afhending er áætluð 17.desember 2025 og reikningurinn er sendur út kl 13:00
Ef þú vilt breyta þessu smelliru á „Breyta áskrift“
Þá kemur upp þessi síða með öllum þínum upplýsingum:
Þarna er einnig hægt að breyta heimilisfanginu og þar með hvert pöntunina á að fara
- Reikningar = Næsta afhending – þegar reikningurinn er sendur út að þá áttu von á næstu afhendingu.
- Hér sjáum við fyrri reikninga sem hafa verið sendir út
Næsta afhending er því áætluð 17.12 og ef þú vilt BREYTA dagsetningunni, t.d. færa hana framar veluru „Endurstilla“

Þá kemur upp dagatal þar sem hægt er að breyta dagsetningu, og einnig tímanum ef þú vilt fá sendan tölvupóst með greiðsluhlekk fyrr/seinna um daginn.

Þú velur dagsetningu (og tíma ef þú vilt) og ýtir á vista.
ATH að það tekur yfirleitt nokkrar mínútur fyrir kerfið að endurstilla dagsetningar á næstu afhendingum. Þú getur síðan endurhlaðið síðuna eftir smá tíma og séð þá hvernig nýtt plan lítur út.
Einstaka sinnum gæti verið gott að loka síðunni alveg og opna aftur.
Þá sést að næsta afhending (næsti reikningur) er skráð 10.desember.
ATH að hér er tíðnin á milli sendinga enn 5 vikur.