Um UniQ
Um UniQ
Árið 1985 tóku reyndir hundaþjálfarar og tveir dýralæknar í Danmörku sig saman og byrjuðu að þróa hundafóður sem uppfyllti öll þeirra skilyrði sem þeim fannst að hágæða hundafóður ætti að uppfylla.
Ástæðan fyrir því að farið var í þessa þróun var sú að þegar þeir sáu niðurstöður rannsóknar á hundafóðri í Danmörku, kom í ljós að innihald margra fóðurtegunda var ekki af þeim gæðum sem sagt var í innihaldslýsingu. Sem ræktendur og hundaþjálfarar fannst þeim þetta ekki boðlegt og fóru því í þessa vinnu, að þróa hundafóður sem uppfyllti þeirra kröfur. Það sem einnig kom á óvart úr niðurstöðum þessarar rannsóknar var að meirihlutinn af þeim afurðum sem notaðar eru í hundafóður í Danmörku, kom ekki frá Danmörku. Þessu langaði þeim að breyta og nota hráefni úr heimalandinu. Þróunarvinnan tók um 15 ár og árið 2000 voru menn loksins ánægðir með útkomuna, eftir ýmsar breytingar, lagfæringar og þróanir á framleiðsluaðferðum.
Það er trú þeirra sem standa á bakvið þróun og framleiðslu á UniQ að skerða aldrei gæðin vegna þess að hundarnir okkar verða að fá allt sem þeir þurfa úr fóðrinu til að geta unnið. UniQ er prófað á vinnuhundum og inniheldur alltaf að minnsta kosti tvo mismunandi próteingjafa.
UniQ hefur verið mjög farsælt út í Danmörku og hefur það verið eitt vinsælasta fóðrið fyrir vinnuhunda síðustu 20 ár.
Í öllum UniQ vörum er lögð áhersla á mikil gæði og þekkingu á uppruna þeirra hráefna sem notuð eru. Það er algjör grundvöllur í framleiðslu á UniQ. Fyrst og fremst eru notuð dönsk hráefni, því þannig er hægt að vita með vissu að verið sé að tryggja hæstu matvælagæðin. Því ef hráefnin eru ekki unnan á réttan hátt við framleiðslu og pökkun er ekki hægt að tryggja bestu gæðin, góðan meltanleika og síðan að hundurinn samþykki fóðrið. Þess vegna eru allar UniQ vörur framleiddar samkvæmt hæstu gæðastöðlum í Evrópu og framleiðslan er ISO 22000 vottuð. Allar UniQ vörurnar eru framleiddar án þess að nota erfðabreytt hráefni, soja, viðbætt litarefni, bragðefni og rotvarnarefni. Hráefnin eru fyrst og fremst fengin frá dönskum landbúnaði og sjávarútvegi og eru undir stöðugu eftirliti á rannsóknarstofu. UniQ og UniQ NordicGold er flokkað sem Super Premium hundafóður.
Með því að fóðra þinn hund á UniQ fær hann öll þau næringar- og bætiefni sem hann þarfnast, sem skilar sér í heilbrigðum hundi með heilbrigða magaflóru og fallegan, glansandi feld.