Sendum um land allt

Frí sending, hröð og góð þjónusta

Karfan þín

Karfan þín er tóm

Um Siccaro

Stofnandi Siccaro er Lissen Marschall og eiga hundar og hestar stóran stað í hjarta hennar. Hún eignaðist hundinn Lunu árið 2013 sem var með þykkan krullaðan feld og elskaði að hoppa ofaní Sorø vatn hvenær sem tækifærið gafst.

Hugmyndin að því að hanna þurrkábreiður kom út frá allt öðru verkefni, sem hafði ekkert með hunda að gera. Á þeim tíma var Lissen í samstarfi með enskri hárgreiðslukeðju sem var að leita að nýrri og nýstárlegri leið til að þurrka hár, aðferð sem tæki styttri tíma og væri skilvirkari heldur en hefðbundin handklæði eða örtrefjaklútar. Eftir um eitt og hálft ár í þróun varð til nýtt ofur rakadrægt efni.

Lissen sagði vinkonu sinni frá efninu sem endaði á að fá að láni nokkra metra til að þurrka Púðlu hundinn sinn eftir bað. Efnið virkaði vonum framar og var í raun svo gott að hjá Lissen kviknaði sú hugmynd að hanna kápu sem hundurinn gæti verið í, svo hún fór í frekari þróunarvinnu.

Luna varð næsta tilraunardýr og komst Lissen að því, henni til mikillar gleði, að nýja efnið þurrkaði Lunu ekki aðeins á um 15 mínútum, heldur dró það einnig verulega úr lyktinni sem fylgir blautum hundi og í raun hvarf hún næstum því.

Árið 2014 var fyrsta Siccaro þurrkábreiðan, the SupremePro, kynnt til leiks á veiðihátíð. Veiðimennirnir voru fyrstu viðskiptavinirnir sem samþykktu þessa nýju vöru. Þeir uppgötvuðu fljótt að fyrir vinnuhundinn var bæði hagnýtur og heilsufarslegur ávinningur af því að verða þurr og hlýtt á skömmum tíma, sérstaklega á veturna. Siccaro gerði í kjölfarið samning við bæði dönsku lögregluna og varnarliðið en þeim fannst þurrkábreiðurnar virka mjög vel og vera gagnlegar í sínu starfi með hundunum.

Með svo góðan stuðning, stækkaði Siccaro teymið. Markmið þeirra er að hjálpa hundaeigendum að eiga auðveldara hversdagslíf með hundunum sínum ásamt því að hafa heilsu og vellíðan hundsins í fyrirrúmi. Siccaro byrjaði í Danmörku, en stækkaði ört út fyrir landamærin og hafa í dag endursöluaðila í yfir 22 löndum um allan heim.

Skrifstofa þeirra er staðsett í litlum bæ á Sjálandi, Sorø. Þaðan er unnið hart að því að breiða út þekkingunni um bestu leiðina til að þurrka hundinn, ásamt því að þróa þær vörur sem til eru og hanna nýjar eftir óskum viðskiptavina.

Gildi Siccaro

Siccaro kappkostar við að styrkja vellíðan og þægindi bæði fyrir hund og eiganda. Tímanum er ekki eytt í vörur sem Siccaro hefur ekki sjálft trú á. Því eru aðeins sett á markað nýstárlegar og vel ígrundaðar vörur sem ekki er auðvelt að finna annarsstaðar.

Sjálfbærni er mikilvæg og reynir Siccaro ávallt að finna loftlagsvænar lausnir í stað þess að stytta sér leið með ódýrum hætti. Sem dæmi er bambus notaður í þurrkábreiðurnar, sem hefur ákveðna kosti yfir önnur efni eins og bómull og örtrefjar (microfiber). Endurunnið plast úr plastflöskum er notað fyrir innri 3D kjarnann á þurrkmottunum, endurnýtt Econyl (endurunnið efni úr t.d fiskineti sem er safnað úr sjónum) er notað í hálsólar og tauma. Síðast en ekki síst eru vörur Siccaro af háum gæðaflokki og endast í mörg ár.

Wet2Dry tæknin

Kjarninn og hjartað í þurrkábreiðum Siccaro er Wet2Dry® tæknin: tvö lög sem vinna saman í því að frásoga vatn frá feldi hundsins og hleypa því í burtu. Í öllum vörum í Wet2Dry línunni, samanstendur innra lagið af sérhannaðri óofinni viskós blöndu sem hámarkar rakadrægni og endingu.

Þræðirnir í viskós efninu hafa sérstaka eiginleika til að draga í sig vökva og halda honum. Þetta gerir það að verkum að efnið er frábær valkostur fyrir vörur þar sem rakadrægni þarf að vera fyrsta flokks. Þegar viskós er unnið á réttan hátt, er jafnvel hægt að þvo það í þvottavél og því hægt að nota aftur og aftur.

Ytra lag Supreme 2.0, Solution og Smart er gert úr frotte efni (e. Terry cloth), sem er gert úr lífrænum bambus trefjum. Hvernig frotte efnið er unnið gerir efnið tilvalið til að draga í sig og halda raka. Samanborið við bómul hefur viskós mun betri bakterídrepandi- og rakadrægni eiginleika, sem dregur verulega úr lyktinni af blautum hundi.

Tveggja laga Wet2Dry tæknin var þróuð hjá Siccaro eftir um 3 ára rannsóknarstarf. Þessi tækni getur dregið í sig meira en sjö sinnum sína eigin þyngd í vatni. Þrátt fyrir það andar efnið þar sem það hefur verið hannað þannig að það leyfir rakanum að gufa upp.

 

Viskós skilur ekki eftir sig örplast.