Siccaro Þvottaleiðbeiningar
Hvernig á að þvo Siccaro ábreiðu?
Það þarf ekki að þvo Siccaro ábreiðu eftir hverja notkun, nema þér finnist það nauðsynlegt. Það er ekkert mál að nota ábreiðuna nokkrum sinnum áður en þörf er á að þvo hana.
Hér eru 7-skrefa leiðbeiningar um hvernig er best að þvo ábreiðuna og á þetta við um allar gerðir.
- Þvo í þvottavél eða í höndum á 30°C
- Það er mikilvægt að nota stutt þvottakerfi
- Forðist að láta ábreiðuna liggja lengi í bleyti
- Notið þvottaefni án ensíma, fyrir bestan árangur. Það getur verið að þessi efni séu merkt sem „non bio“ og er mælt með að nota fyrir náttúruleg efni (t.d ullarþvottaefni). Ef þú átt ekki til svona þvottaefni að þá er næst besti kosturinn að nota venjulegt þvottaefni.
- Strekktu á efninu meðan það er enn blaut (líkt og með ullarpeysur) til að koma í veg fyrir að efnið dragist saman.
- Hægt er að setja á mildan þurrk í þurrkara eða taka í burtu mesta vatnið með því að vinda ábreiðuna í höndunum og hengja síðan til þerris. Það má alltaf búast við ca 5% minnkun vegna þráðanna í viskós efninu.
- Ekki þurrka í beinu sólarljósi til að varðveita litinn á ábreiðunni sem best.
ATH: Wet2Dry efnið nær hámarks drægni eftir nokkur skipti af þvotti og þurrkun.
Ef sylgja verður fyrir skemmdum, hafðu samband og við getum pantað nýja fyrir þig.